Í ljósi hertra viðmiða um sóttvarnir sem taka gildi á miðnætti í kvöld, sunnudaginn 4. október, þurfum við að breyta kennsluháttum hjá Mími. Kennsla mun að öllum líkindum færast yfir á stafrænt form, þó með nokkrum undantekningum. Á morgun, mánudaginn 5. október, mun kennsla falla niður á meðan unnið er að því að ákveða og skipuleggja fyrirkomulag kennslu fyrir næstu vikur. Sú kennsla sem fellur niður á morgun mun fara fram síðar. Við munum senda þér tölvupóst síðdegis á morgun, mánudag, þar sem fram koma upplýsingar um framhaldið.

Okkur þykir leitt að þurfa að gera breytingar á fyrirkomulagi kennslunnar en við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Öryggi nemenda okkar mun ávallt vera í fyrirrúmi.

Móttaka Mímis í Höfðabakka 9 lokar tímabundið

Við vekjum athygli á því að móttöku Mímis hefur verið lokað tímabundið og mun Mímir einbeita sér að því að veita viðskiptavinum fjarþjónustu. Á vef Mímis má finna allar helstu upplýsingar um þjónustu Mímis og framboð náms. Fyrirspurnum er svarað í síma 5801800, í gegnum netfangið mimir@mimir.is og spjallgátt á vefsíðu Mímis, sem og Facebook síðu Mímis. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

Farið varlega kæru nemendur og góðar kveðjur frá starfsfólki Mímis.