Kæru nemendur, kennarar og samstarfsaðilar 

Enn á ný erum við minnt á hvers voldug COVID-19 veiran getur verið. Neyðarstjórn Mímis hefur nú þegar hafið vinnu við að undirbúa þær ráðstafanir sem sóttvarnarlækni þykir líklegt að skólar á framhaldsskólastigi þurfi að grípa til sökum mikillar fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu.  

Gengið er út frá því að skólahald í Mími á mánudaginn verði eins og fyrri áætlanir gera ráð fyrir, þó með hertum skilyrðum um sóttvarnir. Við setjum áfram þann fyrirvara að kennsla geti orðið að fullu stafræn breytist forsendur enn frekar. 

Fjöldi fólks sem kemur saman takmarkast við 200 fullorðna í sama rými innan skólans, fólki ber að hafa að minnsta kosti einn meter á milli sín og bera andlitsgrímu sé þess ekki kostur.  

Reynt verður að tryggja að nemendahópar fari ekki allir í frímínútur á sama tíma.  

Mælst er til þess að nemendur beri  andlitsgrímur og þarf hver og einn að koma með eigin andlitsgrímur.   

Allir sem koma í hús skulu sótthreinsa hendur í anddyri skólans áður en lengra er haldið. Þá er hvatt til reglulegs handþvottar og notkun á handspritti en handspritt er aðgengilegt í hverri kennslustofu og víðsvegar í nemendarými.  

Sérstök viðmið um sótthreinsun vegna notkunar á kaffivél, sjálfssölum, tæknibúnaði og helstu snertiflötum eru útlistuð á veggspjöldum. 

Leyfið samnemendum og kennurum að njóta vafans og komið ekki í húsnæði Mímis ef þið: 

• eruð í sóttkví. 

• eruð í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku). 

• hafið verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. 

• eruð með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu). 

Sóttvarnarviðmiðin eru vissulega mikil áskorun í skólastarfi og geta breyst með stuttum fyrirvara í takti við þróun. Þannig þurfa allir að leggjast á eitt til að starfsemi skólans geti áfram verið með óbreyttu sniði. 

Við hlökkum til samstarfsins á komandi misseri. 

Fyrir hönd Mímis,  

Sólveig Hildur Björnsdóttir 

Framkvæmdastjóri