14. apríl, 2023
Árlegur fundur Símenntar, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, fór fram á Egilsstöðum 13. apríl síðast liðinn. Forstöðumenn þeirra ellefu símenntunarmiðstöðva sem mynda samtökin voru þar saman komnir en fundurinn hófst með ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, sótti fundinn fyrir Mími.