Náms- og starfsráðgjafar Mímis tóku þátt í vinnufundi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á dögunum.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var með vinnufund um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar 24. ágúst síðastliðinn á Grand hótel. Um var að ræða árlegan vinnufund og í þetta sinn var fyrir yfir ýmis mál sem snúa að fjölmenningarlegu samfélagi, greiningu á þörfum, raunfærnimati, námsleiðum og almennri starfshæfni svo eitthvað sé nefnt.

Fimm náms- og starfsráðgjafa frá Mími voru á þessum vinnufundi og nutu góðs af. Það voru þær: Álfhildur Eiríksdóttir, María Stefanía Stefánsdóttir, Kristín Erla Þráinsdóttir, Karen Guðmundsdóttir og Helga Rúna Þorsteinsdóttir