Nú á dögunum komu í heimsókn til Mímis samstarfsmenn og kennanrar frá Nova Foundation sem er í Gdansk í Póllandi. Samstarfsverkefni Mímis og Nova Foundation nefnist Learning Lab. Markmið með ferðinni var að koma í námsheimsókn til Mímis og kynna sér starfsemi og þjónustu Mímis ásamt fyrirkomulagi á framhaldsfræðslu á Íslandi. Sérstakur áhugi var meðal gestanna á verkefnum og námsframboði fyrir innflytjendur og flóttafólk. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES.