15. janúar, 2025
Þann 7. janúar sl. var haldið opið hús í Mími fyrir alla áhugasama um starfsemi Mímis. Verkefnastjórar og náms- og starfsráðgjafar voru á staðnum og kynntu nám sem er í boði hjá Mími. Gestir gátu skoðað húsnæðið og einnig fjölbreytt námsefni, kynnt sér ólíkar námsleiðir og fengið aðstoð við að skrá sig í nám á staðnum.