25. maí, 2021
Á miðnætti tóku nýjar sóttvarnarreglur gildi.
Þær sem snerta okkur eru:
- 1m nálægðarmörk í stað 2m í skólastarfi, annars er 2 m nándarregla áfram meginreglan.
- Ekki er grímuskylda í almennum rýmum nema þar sem ekki er hægt að viðhafa 1m fjarlægð.
- Undanþegnir grímuskyldu eru þeir sem hafa fengið COVID 19 og lokið einangrun – sýna þarf fram á það með vottorði og skilríkjum.
Sameiginlegir snertifletir verða áfram þrifnir reglulega og mikilvægt er að lofta vel og reglulega út.
Við minnum á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Sprittstöðvar eru staðsettar við aðalinngang, fyrir framan afgreiðslu og í kennslustofum.
Ef við finnum til einkenna COVID -19 þá erum við heima og förum í sýnatöku.