Mímir bauð til morgunverðarfundar síðast liðinn miðvikudag í tilefni af því að námskrá um samfélagstúlkun hafi nú hlotið vottun Menntamálastofnunar á grundvelli laga um framhaldsfræðslu en vinna við gerð námskrárinnar hófst árið 2017 hjá Mími.

Á fundinum var námskráin kynnt, sem og nýtt námskeið fyrir samfélagstúlkun sem mun hefja göngu sína hjá Mími í haust. Fundurinn var vel sóttur og því fagnað að loksins sé til námskrá vottuð á þrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun og til eininga á framhaldskólastigi. Námskráin er mikilvægt skref í að efla samfélagstúlka í starfi og samræma þjálfun þeirra.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Auður Loftsdóttir audur@mimir.is en skráning í námið fer fram á www.mimir.is