Það er aldeilis fjör í húsi hjá Mími því nú standa yfir upptökur á kynningarefni um Mími, námsframboð og ráðgjöf. Snillingarnir frá framleiðslufyrirtækinu Falcor stjórna tökunum og eru nemendur Mímis þar í sviðsljósinu ásamt okkar frábæra náms- og starfsráðgjafa Helgu Lind. Við hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn.