Dagana 3. og 4. október var haldinn svokallaður kick-off fundur vegna Nordplus verkefnisins Be-Digital - Social Media Skills for 50+ hjá Mími. 

Fundurinn var fyrsti fundurinn í nýju tveggja ára verkefni sem Mímir er samstarfsaðili að fyrir hönd Íslands ásamt Noregi, Lettlandi og Litháen. Verkefnið snýst um að hanna 15 klukkustunda námskeið fyrir 50 ára og eldri sem vinnustaðir geta boðið starfsfólki sínu að sækja sem og stéttarfélög með það að markmiði að auka færni í notkun samfélagsmiðla fram að starfslokum og áfram.