Menntamálastofnun hefur sent út niðurstöður úr ríkisborgaraprófum. Niðurstöðurnar hafa borist þeim sem tóku prófið í gegnum tölvupóst. Í einhverjum tilfellum hefur pósturinn lent í ruslpósti svo fólki er bent á að kanna innhólf sín vandlega.