Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar. Mímir leggur nú lokahönd á viðbragðsáætlun vegna heimsútbreiðslu inflúensu en viðbragðsáætlunin verður aðgengileg á vef Mímis. Við hvetjum alla til að fylgast vel með framgangi mála í frétttum. Við munum kappkosta að halda uppi óbreyttu skólastarfi en ef upplýsingar berast sem munu hafa áhrif á það munum við setja tilkynningu á vef og facebook síðu Mímis. 

Minnum á að það er á allra ábyrgð að sinna sýkingavörnum til að vernda eigin heilsu og annarra.