Nemendur hjá Mími heimsóttu Háskólann í Reykjavík síðast liðinn föstudag til að kynna sér möguleg næstu skref í námi eftir útskrift úr Menntastoðum hjá Mími en heimsóknin er hluti af áfanganum námstækni og sjálfstyrking í Menntastoðum.
Anna Sigríður Bragadóttir, forstöðumaður Háskólagrunns HR, og Gunnhildur Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá HR, tóku á móti nemendum og leiddu þá í allan sannleikann um Háskólagrunn HR.

Daði Jónsson, fyrrum nemandi úr Menntastoðum hjá Mími og núverandi nemandi í Háskólagrunni HR ræddi við nemendur hvernig Mímir og námsbrautin Menntastoðir hafi reynst góður undirbúningur fyrir nám í Háskólagrunni HR.