Sannkölluð uppskeruhátið er hjá Mími-símenntun þessa dagana. Nemendur útskrifast í unnvörpum frá allskonar námi og halda út í sumarið. Þessi dásamlegi hópur var að útskrifast úr Samfélagstúlkun, en þar læra nemendur um íslenskt samfélag og stofnanir þess. „Þetta er einskonar gluggi fyrir innflytjendur í íslenskt samfélag. Við förum yfir hluti eins og menningu, siðfræði og álitamál, hvar helstu stofnanir eru og í raun hvernig íslenskt samfélag virkar. Þetta er auðvitað heilmikið að setja sig inn í, en námið hjálpar nemendum að setja sig hratt og vel inn í samfélagið okkar,“ segir Irma Matchavariani, verkefnastjóri hjá Mími.