Á dögunum fór fram hjá Mími námskeið fyrir kennara hjá Mími þar sem kynntar voru stefnur og gæðaviðmið Mímis í kennslu. Námskeiðið er annað af tveimur sem Mímir heldur fyrir kennara sína en tilgangurinn með námskeiðunum er að efla kennara til að þeir geti veitt viðskiptavinum Mímis framúrskarandi þjónustu við nám og kennslu.

Á námskeiðinu, sem fór fram 6. september síðast liðinn, var farið yfir stefnur, skólanámskrá og handbók kennara hjá Mími, sem og tæknilegar útfærslur í kennslu. Niðurstöður könnunar meðal kennara í íslenskukennslu sem Mímir stóð fyrir í vor sýndu að þörf fyrir fræðslu til kennara um ýmsa gæðaferla hjá Mími, sem og meiri þjálfun við notkun gagnvirkra skjáa sem nú hafa verið settir upp í öllum kennslustofum Mími.

Seinna námskeiðið verður haldið 16. september 2021 og eru kennarar hjá Mími hvattir til að skrá sig með því að smella hér.