Hjá Mími starfar öflugur og samhentur hópur náms- og starfsráðgjafa. Það eru ekki allir sem vita það að viðtöl þeirra eru markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu. Þau atriði sem hægt er að fara yfir í viðtali eru m.a:

  • veita upplýsingar um nám, starfsþróun og raunfærnimat

  • veita aðstoð við gerð ferilskrár og kynningarbréfs

  • veita aðstoð við að skipuleggja starfsleit

  • veita leiðsögn um góð vinnubrögð og skipulag í námi

  • veita upplýsingar og aðstoð við að styrkja stöðu á vinnumarkaði

Það tekur lítinn tíma að taka frá viðtal. Þau geta farið fram á staðnum, símanum eða heima í stofu með forritinu Teams. 

Með því að velja hnappinn hér að neðan getur þú bókað tíma í ráðgjöf. Það kostar ekki neitt og þú gætir opnað á ný tækifæri.

Panta tíma í ráðgjöf