Mímir-símenntun tekur þátt í Mannauðsdeginum 2022. Óhætt er að segja að dagurinn sé vel sóttur af mannauðsfólki víða að úr samfélaginu. Við hjá Mími höfum í gegn um árin verið í góðu og þéttu samstarfi við atvinnulífið. Fyrst má nefna tungumálakennslu, menningar- og samfélagsfræðslu, en síðast en ekki síst allt það starfstengda nám sem finna má innan námskrár Mímis. Þar má m.a. nefna félagsliðanám eða leikskólaliða sem dæmi. 

Fyrirtæki hafa á undanförnum árum stutt dyggilega við sitt starfsfólk að sækja sér menntun og auka hæfni sína. Það er í takt við þá tæknibyltingu sem samfélagið tekst á við um þessar mundir. Mímir hefur aðstoðað fyrirtæki í því að takast á við áhrif tæknibreytinga á störf innan þeirra. Bæði með ráðgjöf til stjórnenda en einnig náms- og starfsráðgjöf til starfsmanna þar sem þeim eru gefin tækifæri og verkfæri til þess að takast á við breytingarnar.

Það er okkur ánægjulegt að fá að sýna allt það merkilega starf sem finna má innan Mímis. Þar er gnægð tækifæra til sjálfseflingar í leik og starfi.

 

Hér má sjá bækling um hvað við höfum að bjóða.