Mímir-símenntun leitar að stundakennara í umhverfisfræði í Stóriðjuskólanum. Kennt er samkvæmt vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins; Nám í stóriðju-framhaldsnám, sem er á framhaldsskólastigi.

Kennslan fer fram á dagvinnutíma og byrjar kennslan í mars.

Umsóknarfrestur er til 21. janúar.

Nánari upplýsingar veitir Álfhildur Eiríksdóttir náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri alfhildur@mimir.is