Við erum stolt að segja frá því að Mímir hlaut á dögunum fjárstyrk úr Fræðslusjóði til þriggja þróunar- og nýsköpunarverkefna í framhaldsfræðslu. Upphæðin sem Mími var úthlutað, samtals 8.574 milljónir króna, er rúmlega 25% af heildarúthlutun úr sjóðnum en til úthlutunar voru rúmlega 35 milljónir króna. Í ár bárust sjóðnum 26 umsóknir um styrki og var úthlutað til 14 verkefna. Heildarupphæð umsókna var rúmar 65 milljónir króna.

Verkefnin sem Mímir hlaut styrk til að vinna að eru í fyrsta lagi verkefnið Að lesa stærðfræði - sjálfsstyrking fyrir nemendur í stærðfræði, í öðru lagi verkefnið Rafrænt íslenskumat fyrir atvinnulífið og í þriðja lagi verkefnið Þróun stafrænnar handbókar með myndefni í náms- og starfsráðgjöf.

Við hlökkum til að vinna þessi verkefni með samstarfsaðilum okkar.