Annað árið í röð er Mímir eitt af fyrirtækjum á Ísalandi sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar til að teljast Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2019. 

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2017 og 2018. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónum og eiginfjárhlutfallið þarf að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast 2,7% fyrirtækja landsins á listann.