Mímir er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja árið 2023, nú fimmta árið í röð. Til þess að komast á þann lista þarf að uppfylla ströng skilyrði Creditinfo og er Mímir í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla þau.

Þá komst Mímir einnig á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023. Þetta er sjöunda árið í röð sem sem Mímir kemst á þann lista.

Við erum gríðarlega stolt af þessum viðurkenningum sem eru til merkis um þá miklu og góðu vinnu sem okkar fólk leggur til á degi hverjum því að það er þeirra framlag sem skilar sér í góðum árangri Mímis.