Mímir hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki á Íslandi sem uppfylla ákveðin skilyrði sem Creditinfo setur, m.a. um að rekstrartekjur séu að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár, að ársniðurstaða hafi verið jákvæð síðustu þrjú rekstrarár, að eiginfjárhlutfall hafi verið a.m.k. 20% síðustu þrjú rekstrarár og fleira.

Þá komst Mímir á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2021. Rekstrarárin 2019 og 2020 liggja til grundvallar en einnig er tekið tillit til rekstrarársins 2018. Helstu skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla eru að rekstrarafkoma þarf að hafa verið jákvæð, tekjur umfram 30 milljónir króna og fleira.