Við erum afar stolt af öllum okkar nemendum og þeim árangri sem þeir ná hjá okkur í Mími. Viðtal við fyrrum nemanda birtist einmitt í Morgunblaðinu í dag en hann hefur nú hafið sálfræðinám við Háskóla Íslands. 

Jón Ingi Hlynsson lauk Menntastoðum hjá Mími og fór svo beint í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hann er nú kominn í sálfræði í Háskóla Íslands og segist hann ekki finna fyrir því þar vera með styttri skólagöngu að baki en aðrir. Hann mælir með Menntastoðum í Mími við annað ungt folk sem hafi fallið úr skólakerfinu af ýmsum ástæðum enda sé Mímir enginn venjulegur skóli.