Skólastarf er formlega hafið hjá okkur í Mími á haustönn en fyrstu hóparnir komu í hús í síðustu viku. Mikill áhugi er á námi í Menntastoðum en 28 nemendur eru skráðir í staðnám sem klárast á einni önn. Einnig verður boðið upp á fjarnám, blandað fjarnám og staðnám á tveimur önnum. Enn eru nokkur pláss laus í staðnám á tveimur önnum það hentar vel fyrir þá sem vilja aðeins hægari yfirferð og eru ef til vill að vinna með námi. 

Sjá Menntastoðir staðnám á tveim önnum | Mímir - Vertu meira! (mimir.is)