Hátt í 120 nemendur hófu nám á námsbrautum framhaldsfræðslunnar hjá Mími í janúar. Námsbrautin Menntastoðir er sívinsæl en 83 nemendur leggja nú stund á námið, 21 nemandi í Almennum bóklegum greinum og 16 nemendur í framhaldsnámi í Stóriðjuskólanum. Þá eru ótaldir þeir nemendur framhaldsfræðslunnar sem hófu nám á haust önn hjá Mími og útskrifast nú í vor. 

Framhaldsfræðslan miðar að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki. 

Áhugasömum um nám er bent á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími í síma 5801800 eða með tölvupósti á radgjof@mimir.is