12. nóvember, 2024
Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt standa yfir hjá Mími dagana 18. nóvember til 2. desember nk. Alls eru skráðir 503 próftakar í próf að þessu sinni og hefur fjöldinn aldrei verið jafn mikill. Prófin eru einnig haldin á Ísafirði, Akureyri og á Egilstöðum.
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu annast prófagerð og yfirferð prófa en skráning og framkvæmd prófanna er á höndum Mímis.