Menntadagur Mímis-símenntunar var haldinn föstudaginn 22. ágúst sl. Leiðin lá í Hveragerði þar sem Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunnar NFLÍ tók á móti okkur. Við fengum kynningu á starfseminni og góða sýnisferð um húsnæðið. Eftir áhugaverða og ánægjulega heimsókn lá leiðin í hádegismat á Ölverk. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir hittum við Andrés hjá Icelandic Activities og leiddi hann okkur í skemmtilegt hópefli og hveragöngu. Þar var hópnum skipt í nokkur lið og kepptu þau sín á milli í ýmsum þrautum. Eitt lið stóð uppi sem sigurvegari. Auk þess elduðum við egg í hver og fengum súkkulaði fondue.
Þetta var ánægjulegur og vel heppnaður dagur sem hristi starfsfólk saman fyrir komandi vetur.


