Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í tíunda sinn í dag, 14. febrúar 2023. Náms- og starfsráðgjafar, ásamt framkvæmdastjóra Mímis sóttu fundinn í Hörpu fyrir hönd Mímis. Yfirskrift fundarins var Færniþörf á vinnumarkaði. Dagskráin var fjölbreytt og fjöldi erinda tengt viðfangsefni fundarins. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku , Samtaka ferðaþjónustunnar , Samtaka fjármálafyrirtækja , Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Samtaka iðnaðarins , Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.