Allur hópurinn vel mettur að lokinni veglegri veislu
Allur hópurinn vel mettur að lokinni veglegri veislu

Hópur Kúrda hefur verið að læra íslensku hjá okkur í Mími og lauk einn hópur námskeiði á dögunum. Af því tilefni tóku þau sig saman og slógu upp veislu fyrir fjölskyldur sínar og starfsfólk Mímis.

Hópurinn var að ljúka 60 stunda námskeiði í íslensku og eru flestir ákveðnir í að halda áfram. Börnunum var boðið með í síðasta tímann og töfruð var fram dýrindis veisla þar sem nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk átti góða stund saman.