Mímir hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í Nordplus verkefninu „Be Digital – Social Media skills for 50+“. 

Eftir áhugaverða vinnu við verkefnið er nú komið að lokaráðstefnu þess sem verður rafræn og haldin fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 15.00-17.25  í gegnum Zoom fjarfundakerfið.

Áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni er tengjast heiti hennar: Social Media and Different Age Groups: How We Interact with the Digital World".   

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til leiks fyrir 15. febrúar með því að smella hér

Zoom slóð ásamt dagskrá verður send með tölvupósti nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna. 

Nánari upplýsingar um Be Digital verkefnið gefur Anney, anney@mimir.is, og á vefsíðunni