Hefur þú brennandi áhuga á menntun og vilt hafa jákvæð áhrif á líf nemenda? Þrífst þú vel í síbreytilegu vinnuumhverfi? Ef svarið er já þá erum við með spennandi starf fyrir þig!

Við erum að leita að hæfileikaríkum og metnaðarfullum verkefnastjórum í stækkandi teymið okkar. Verkefnin eru fjölbreytt og snúa að skipulagningu og þróun námskeiða í íslensku sem öðru máli, sem og á sviði framhaldsfræðslu.

Mímir er leiðandi símenntunarmiðstöð sem veitir gæðamenntun fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Sem verkefnastjóri munt þú taka þátt í að skapa námstækifæri og þróa árangursríkt námsumhverfi fyrir fullorðna námsmenn. Þú munt fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka jákvæða upplifun nemenda okkar af námi.

Öll starfsemi Mímis byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við hvetjum öll til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjórn námskeiða, námsbrauta, prófahalds og annarra verkefna í samræmi við gæðakerfi Mímis.
 • Þarfagreining og þróun nýrra námskeiða, m.a. í samstarfi við atvinnulífið.
 • Nýsköpun og framþróun í námi og kennslu.
 • Þátttaka í teymisvinnu og þróunarverkefnum.
 • Kynningar á fræðsluframboði Mímis.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á háskólastigi og starfsreynsla sem nýtist í starfi, kennaramenntun er kostur.
 • Góð íslensku- (B1<) og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta kostur. 
 • Skipulagshæfni, nýsköpunarhugsun, sjálfstæði og sveigjanleiki.
 • Góð færni í samskiptum, menningarnæmni og geta til að leiða og taka þátt í teymisvinnu.
 • Þekking á framhaldsfræðslukerfinu, ÍSAT og/eða starfi símenntunarmiðstöðva er kostur.
 • Góð færni til að nota hugbúnað og tileinka sér tækninýjungar.
 • Drifkraftur og frumkvæði í starfi.

Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á góða vinnustaðamenningu, starfsaðstöðu, fjarvinnustefnu, símenntunarstefnu og stuðning við hreyfingu. Komdu og vertu hluti af teyminu okkar!

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2024. Vinsamlegast sækið um gegnum Alfreð (ferilskrá og kynningarbréf). Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar veitir Joanna Dominiczak, fagstjóri hjá Mími joanna@mimir.is eftir 29. júlí. Viðtöl fara fram í byrjun ágúst og telst kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.