Það krefst hugrekkis að skrá sig í nám að nýju, jafnvel eftir margra ára fjarveru. Þetta þekkjum við hjá Mími mæta vel og skiljum. Meðal þeirra verkfæra sem við látum nemendum sem hefja nám í Menntastoðum í té er námstækni. Það er tækni að læra og kunni maður hana er eftirleikurinn einfaldari. Við vitum að allir geta lært, en við þurfum að kenna aðferðirnar í upphafi.
Námstækni skilar langtíma árangri
Námstækni er að vissu leyti eins og sjálfsstyrking. Við finnum út þá aðferð sem hentar hverjum og einum og að nemendur nái að tileinka sér nýjar aðferðir eftir því sem við á. Með því eflum við getuna til náms og aukum líkurnar á því að ná betur tökum á námsefninu.
Skipulögð vinnubrögð, námstækni ólíkra námsgreina, glósutækni, lestraraðferðir og prófaundirbúningur eru allt leiðir sem hjálpa okkur við að ná árangri í námi.
Í námstækni læra nemendur að:
- þekkja í aðalatriðum hvað hefur áhrif á nám
- þekkja undirstöðuatriði í námstækni
- beitt námstækni sem hentar eigin námsstíl
- þekkja leiðir í lok námskeiðs til að beita skipulögðum vinnubrögðum og sjálfsaga í námi
- þekkja samhengi milli sjálftrausts og framkomu og áhrif þeirra þátta í samskiptum við aðra
- þekkja hvernig hægt er að efla sjálfstraustið og sjálfsábyrgðina í tengslum við eigin líðan
- efli færni sína til að vinna í hópum
Það er einfaldara en þú heldur að hefja nám að nýju. Nú er um að gera að kynna sér námið betur og jafnvel panta tíma hjá náms- og starfsráðgjafa Mímis, sem kostar ekkert, og fá ráðgjöf um hvort að þinn draumur sé ekki innan seilingar.