Tanja Sif Ingimundardóttir, Alba Rós Jónínudóttir og Lofthildur K. Bergþórsdóttir
Tanja Sif Ingimundardóttir, Alba Rós Jónínudóttir og Lofthildur K. Bergþórsdóttir

Kynningarfundur var haldinn í gær í húsakynnum Mímis þar sem nám vorannar var kynnt með sérstakri áherslu á Menntastoðir. Náms- og starfsráðgjafar voru á staðnum og kynntu sína þjónustu auk þess að svara spurningum og verkefnastjóri Menntastoða kynnti námið. Þá komu nemendur og sögðu frá sinni reynslu og upplifun af því að hefja nám í Mími.