Föstudaginn 24. október fer fram Kvennaverkfall, sem markar 50 ára afmæli þessa mikilvæga viðburðar og er hluti af Kvennaári 2025.

Þennan dag eru konur og kvár hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf til að sýna samstöðu í baráttunni fyrir jafnrétti. Samstöðufundir verða haldnir víða um land, þar á meðal í miðbæ Reykjavíkur þar sem dagskrá hefst síðdegis.

Mímir styður jafnréttisbaráttu kvenna og kvára og hvetur stjórnendur og kennara til að skapa aðstæður sem gera konum og kvárum kleift að taka þátt í skipulagðri dagskrá dagsins.

Jafnframt vonum við að nemendur og annað starfsfólk sýni skilning og stuðning, jafnvel þótt kennsla og þjónusta raskist tímabundið.