28. nóvember, 2018
Starfsfólk Mímis gerði sér glaða stund í hádeginu í tilefni af lífinu. Bergþór Pálsson kom í heimsókn og gaf hagnýt og góð ráð til að vera „óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi“ eins og hann orðaði það sjálfur. Eftir skemmtilega stund með Bergþóri snæddi starfsfólk saman ljúfan indverskan mat og naut samverunnar.