Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni vildi Erimin Akhamedau gleðja bekkjarsystur sínar í Íslensku 1 og færði þeim öllum súkkulaði. Það er óhætt að segja að þetta hafi slegið í gegn. Erimin er Rússi og hefur búið á Íslandi í 6 mánuði og er nú byrjaður að læra íslensku hjá okkur í Mími.