Tæplega tuttugu kennarar hjá Mími sóttu örnámskeið um kennsluforritið Padlet sem Mímir stóð fyrir miðvikudaginn 10. janúar síðastliðinn. Á námskeiðinu var farið yfir þá kosti og möguleika sem forritið býður upp á við kennslu og var námskeiðið kennurum að kostnaðarlausu.

Padlet forritinu má líkja við rafræna korktöflu og þykir frábært verkfæri í allri kennslu, ekki síst til að virkja nemendur í námi og fá þá til að deila reynslu sinni og lærdómi með öðrum nemendum í bekknum.

Mikil ánægja var með námskeiðið og eru kennarar nú þegar komnir af stað í að nýta forritið með nemendum sínum á skapandi hátt.

Námskeiðið var haldið á Teams og kennsla var í höndum Hildar Rudolfsdóttur.