Í dag, föstudaginn 15. desember, var hið árlega Jólaboð Mímis haldið fyrir kennara, matsaðila og starfsfólk. Hátíðleg jólastemning var á svæðinu þar sem Sigurður Helgi Pálmason söng jólalög fyrir viðstadda undir píanóleik Jónasar Þóris Þórissonar og gestir fengu líka að taka undir sönginn.

Ingunn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Mími, bauð gesti velkomna og sagði skemmtilega jólasögu. Jón Ágúst Eggertsson, nýútskrifaður nemandi úr Menntastoðum gladdi viðstadda með áhrifamikilli reynslusögu sinni úr náminu hjá Mími. Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og kennari hjá Mími, sagði frá reynslu sinni sem nýr kennari hjá Mími og hversu gefandi það er að kenna fólki af erlendu bergi brotnu íslensku og bókmenntir. Einnig las hún upp úr nýútgefinni bók Ástarsögufélagsins, Munnbiti.

Einstaklega vel heppnað jólaboð og skemmtileg og gefandi samvera.

Sjá hér myndir frá jólaboðinu: Jólaboð Mímis 2023