Íslenskunám hjá Mími er fjölbreytt og lifandi. Þar er beitt áhrifaríkum kennsluaðferðum sem miða að því að gera námið áhugavert og skemmtilegt. Í dag bárust kunnuglegir tónar úr einni af kennslustofum Mímis, en Margrét Ákadóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu spilaði lagið um Ólafi Liljurós. Í samtali við Margréti kom fram að það væri gott að nota tónlistina til þess að kenna rytmann í tungumálinu og hrista svo hópinn dálítið saman með færeysku danssporunum sem fylgja laginu. Nemendur könnuðust sumir við svipaða tónlist úr sínum menningarheimi og upp spunnust skemmtilegar samræður.