Mímir tekur þátt í Nordplus verkefninu Discover Iceland and Sweden. Markmið verkefnisins er að kynna íslenska og sænska menningu og tungumál í gegnum kennsluvef til að auka skilning, virðingu og rafræna hæfni milli ungmenna á Norðurlöndum og á Balkan skaganum. Samstarfsaðilar eru Soros International House í Litháen og MoreMosaic í Svíþjóð. Í síðustu viku fóru tveir starfsmenn Mímis ásamt íslenskum unglingi til Stokkhólms til að funda með samstarfsaðilum og taka þátt fjölmenningarlegri dagskrá fyrir ungt fólk frá Íslandi, Litháen, Svíþjóð og Úkraínu.

Kennsluvefurinn verður formlega opnaður í apríl á þessu ári og verkefninu lýkur í sumar með ráðstefnu í Litháen.