Hluti af verkefnum náms- og starfsráðgjafa hjá Mími er að kynna hvað nemendum stendur til boða í íslenska menntakerfinu. Fræðslan nær yfir menntakerfið allt frá leikskóla til háskóla eða iðnnáms. Þá er farið yfir hina ólíku skóla, hvaða menntun er í boði á landinu, hvaða forkröfur þarf til námsins og svo framvegis. Þá er skoðað hvaða tækifæri standa nemendum með íslensku sem annað mál til boða. Þá er starfsemi símenntunarmiðstöðva kynnt og sagt frá hvaða leiðir eru í boði á vegum þeirra. Fyrir utanaðkomandi getur kerfið virst flókið, en markmiðið er að einfalda myndina og gefa tiltölulega skýra mynd af því hvað er í boði. Nemendum er svo gefinn kostur á að panta ráðgjafaviðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími til að fá frekari aðstoð.