Í ljósi hertra viðmiða um sóttvarnir og skólastarf þá takmarkast fjöldi nemenda í hverju rými nú við 50 nemendur. Þetta þýðir að kennsluhættir og skólastarf mun halda áfram með óbreyttu sniði að svo stöddu.

1 metra fjarlægðarregla er áfram í gildi og sé því ekki viðkomið er grímuskylda.

Grímuskylda er inni í kennslustofum á meðan ekki er setið við borð.

Nemendur eru hvattir til að viðhafa stífar persónulegar sóttvarnir, sótthreinsa hendur þegar gengið er inn í Mími og inn í kennslustofur. Kennarar og nemendur sjá sjálfir um sótthreinsun á borðum og búnaði til eigin kennslu/náms. Sótthreinsibúnaður verður í hverri kennslustofu.

Kennarar þurfa að gæta þess að aldrei sé nema einn hópur í einu í nemendarými í frímínútum enda mega aðeins 50 koma saman skv. reglum um samkomutakmarkanir.

Ef þú ert með kvefeinkenni eða Covid-lík einkenni þá skaltu ekki mæta í húsnæði Mímis. Kennurum er heimilt að vísa nemendum frá sem eru með einkenni.

Núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra fellur úr gildi þann 8. desember og verður staðan í Mími endurmetin samhliða nýjum sóttvarnarreglum stjórnvalda.

Mikilvægt er því að fylgjast vel með tilkynningum/upplýsingum sem birtast á upplýsingasíðu Mímis um Covid–19 (https://www.mimir.is/is/covid-19 ) og sendar eru út í gegnum Innu.

Farið varlega og góðar kveðjur frá starfsfólki Mímis.