Sjónvarpsstöðin Hakka TV frá Taívan komu í heimsókn til okkar í vikunni til að fræðast um íslensku leiðina til að viðhalda tungumálinu okkar og hvernig Mímir tekur þátt í því. Sjónvarpskonan YiPin tók viðtal við nemendur í íslenskunámi til að fá betri innsýn inn í kennsluna. Annar nemandinn er í almennu íslenskunámi hjá Mími og hinn í starfstengdu. Að auki var tekið viðtal við kennarann, Gunnlaug Bjarnason og Jóönnu Dominiczak, fagstjóra íslenskunáms hjá Mími.

Hakka TV er rekin af Taiwan Broadcasting System og er eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem aðallega sjónvarpar þáttum sínum á Hakka tungumálinu. Þau leggja mikla áherslu á varðveislu Hakka tungumálsins og menningu í Taívan.

Virkilega gaman að fá svona heimsókn til okkar