Mikill hátíðisdagur er hjá starfsfólki Mímis í dag en sóttvarnarhópar sameinuðust á ný eftir tæpt ár. Starfsfólki var skipað í tvo sóttvarnarhópa í upphafi fyrstu bylgju Covid-19 og var þess gætt að hópar hittust ekki innbyrðis en skiptu með sér viku og viku heima og í Höfðabakka 9. Mikil gleði var í hópnum þó ekki væri í boði enn sem komið er að fallast í faðma. Áfram verður gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum svo sem nándarmörkum handþvotti og sótthreinsun.