Fjölmargir hagaðilar komu saman í dag og tóku þátt í að greina bæði innra og ytra umhverfi Mímis varðandi íslenskunámskeið fyrir útlendinga en greiningin er hluti af heildarendurskoðun á námi og kennslu í íslensku sem öðru máli hjá Mími.

Markmið þessarar vinnu er að Mímir veiti viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu við nám og kennslu. Hagaðilar voru fulltrúar úr hópi viðskiptavina Mímis, bæði þeir sem hafa sótt námskeið í íslensku og fulltrúar atvinnurekanda á vinnustöðum sem skipta við Mími. Þá tóku þátt fulltrúar úr kennarahópi Mímis, samtökum atvinnurekanda, samtaka innflytjenda og þjónusturáðgjafar innflytjenda, sem og starfsfólk Mímis. Við þökkum fulltrúunum kærlega fyrir þátttökuna í dag og þeirra framlag til mikilvægrar vinnu sem fram undan er hjá Mími.