Í dag, 10. september, tókum við hjá Mími þátt í Gulum september, vitundarvakningu sem minnir á mikilvægi geðheilsu og sjálfsvígsforvarna. Starfsfólkið klæddist gulu og skreytti vinnustaðinn til að sýna málefninu stuðning.

Starfsfólk Mímis er stolt af því að hafa tekið þátt og vill hvetja aðra til að sýna málefninu stuðning. Við viljum minna á að geðheilsa skiptir alla máli og að það er alltaf hægt að fá hjálp.