Fimm gestir frá Vilnius komu í heimsókn til Mímis á dögunum, en gestirnir eru þátttakendur í Nordplusverkefninu EAST. Markmið verkefnisins er að kynna sér tækni við tungumálakennslu fullorðinna. Gestirnir munu heimsækja fleiri fullorðinsfræðslustofnanir í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Snemma í maí sl. fóru fjórir kennarar ásamt verkefnastjórum frá annarsvegar Mími og hinsvegar Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum til Vilníus að kynna sér það sem samstarfsaðilar eru að gera þar. "Þessi alþjóðlega samvinna skilar okkur þekkingu og betri tækni sem við svo getum nýtt áfram hér á Íslandi við íslenskukennslu hjá okkur. Við erum sífellt á tánum með það að vera fremst í flokki með kennslutækni og aðbúnað fyrir okkar nemendur," segir Vala S. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími.