Þó önnin sé nýhafin þá erum við samt búin að útskrifa einn hóp. Fagnámskeið í umönnun 1 hófst 10. ágúst og var útskrift 3. september. Útskriftin var óhefðbundin en hátíðleg. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Eflingu stéttarfélag og heilbrigðisráðuneytið. Við óskum nemendum til hamingju með góðan árangur og þökkum samstarfsaðilum og kennurum fyrir gott samstarf.