Fundur vegna Nordplus- verkefnisins Discover Iceland and Sweden var haldinn síðastliðinn föstudag.

Verkefnið er samstarfsverkefi fræðslumiðstöðva á Íslandi, Litáen og Svíþjóð. Markmið þess er að skapa fræðsluvettvang á netinu sem kynnir íslensku og sænsku sem og menningu og þar með leitast við að auka gagnkvæman skilning, virðingu og umburðarlyndi meðal ungs fólks á Norðurlöndum og á Eystrasaltssvæðinu. Auk þess að veita ungu fólki tækifæri til að þróa færni sína í sjálfsnámi á netinu og auka stafræna hæfni.
Næstu skref verkefnisins voru rædd og farið yfir það sem komið var hjá hverju landi fyrir sig.