Mímir hefur hlotið viðurkenningu í fjórða sinn frá Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2022. Aðeins 2-3% allra virkra fyrirtækja á Íslandi hljóta þessar viðurkenningar ár hvert. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Í umsögn Creditinfo kemur fra að: "Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði." Meðal skilyrða eru að rekstartekjur séu að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár ásamt því að ársniðurstaða og rekstarhagnaður hafi verið jákvæður síðustu þrjú ár. 

Þá komst Mímir á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022. Til grundvallar viðurkenningunni liggja rekstarárin 2021 og 2020 en einnig er tekið tillit til rekstrarársins 2019. Þá þarf rekstrarafkoma að hafa verið jákvæð.

Starfsfólk Mímis er að vonum ánægt og þakklátt fyrir þessar viðurkenningar og mun eftir sem áður einbeita sér að því að vera til fyrirmyndar í rekstri sem og í starfi.